Vinnubrögð Svandísar matvælaráðherra gerræðisleg

Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að banna hvalveiðar upp á sitt einsdæmi ber vitni um gerræðisleg vinnubrögð ráðherrans. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurjóns Þórðarsonar varaþingmanns Flokks fólksins í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra við Sigurjón í dag.

Sigurjón segir að þetta sé einmitt sá gangur sem verið hefur og einkennt ríkisstjórnina að menn séu að gera á hlut hvers annars, hver ákvörðunin rekur hver aðra í þeim efnum.

„það náttúrlega getur ekki endað vel þegar þingmenn Vinstri grænna tala um samstarfsflokkinn til margra ára á þann veg að hann sé hálfgerður rasistaflokkur sem baði sig í drullupolli Miðflokksins og Flokks fólksins af því menn vilja koma á einhverri stjórn í útlendingamálum. Formanni fjárlaganefndar og framkvæmdastjóra VG líka greinilega slík skrif.

Aðspurður um hvort Sigurjón telji að verið sé að blanda hvalveiðimálinu saman við önnur mál sem séu til meðferðar segir Sigurjón:

“ þetta er ákveðið framhald á sandkassaleiknum. Þegar utanríkisráðherra var komin í vandræði út af úkraínsku kjúklingunum sem áttu ekki að flæða óheftir inn í landið, fer hún beint í það án nokkurs samráðs að loka sendiráðinu í Moskvu. Þannig það er kannski framhaldið af kjúklingamálinu. Það verður síðan uppþot við ráðherraskiptin og Vinstri grænir fá einhverjar slettur á sig frá fyrrum ráðherra og þá er hvalveiðibannið hefndin virðist vera“segir Sigurjón.

Hann segist efast um að Svandís hafi ráðfært sig við Bjarna Jónsson þingmann Vinstri grænna í kjördæminu áður en hún setti hvalveiðibannið á.

„þetta varðar auðvitað norðvesturkjördæmið því þarna er verið að loka heilum vinnustað aðeins með dags fyrirvara. Allavega var það þannig þegar hún lokaði fyrir strandveiðarnar í fyrra 21.júlí þar sem nokkuð hundruð manns misstu vinnuna með dags fyrirvara í kjördæminu þá ræddi hún ekkert þá ákvörðun við Bjarna Jónsson“segir Sigurjón.

Hann segir málin vera komin út í fáránleika hjá ríkisstjórninni:

„mögulega er það .þannig að þegar farið er að þrengja að í skoðanakönnunum hjá flokkunum að þá sé komin upp einhver örvænting og þegar jatan er orðin tóm í könnunum þá fara þeir að bítast á hestarnir“

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila