Vinstri Grænir vilja banna hvalveiðar og það er aðeins byrjunin

Vinstri Grænir í ríkisstjórn vilja banna hvalveiðar og það er aðeins byrjunin á því sem koma skal ef þeir fá einhverju ráðið. Samantekin ráð hjá Vinstri Grænum að ganga frá Hval hf. Þetta var meðal þess sem Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf sagði í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Kristján segir það liggja alveg ljóst fyrir að sú stjórn sem nú ríkir sætti sig við stefnu og aðgerðir Vinstri grænna í hvalveiðimálinu. Það sé einfaldlega þeirra stefna að vilja banna hvalveiðar og ganga að Hval hf dauðum. Til marks um það hafi ráðherrar VG ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við hvalveiðar. Þetta sé stefna sem tekin sé á fundum þeirra á milli og þeir fara svo bara sínu fram og virða að vettugi þau lög sem í landinu gilda.

Katrín Jakobsdóttir vildi ekki hitta Kristján

Aðspurður um hvort hann hafi reynt að ræða við Katrínu Jakobsdóttur eftir að hún tók við af Svandísi Svavarsdóttur við matvælaráðuneytinu segir Kristján að hann hafi viljað hitta Katrínu þegar hún var forsætisráðherra en hún hafi ekki haft neinn áhuga á að hitta hann svo hann hefði aldrei hitt hana.

Hann bendir á að það hafi verið Katrín sem hafi verið tekin við Matvælaráðuneytinu þegar umsókn Hvals hf til hvalveiða barst í janúar s.l. og hún hafi haft umsóknina á sínu borði í fjóra mánuði án þess að hreyfa hvorki legg né lið í málinu.

Samantektin ráð hjá Vinstri Grænum að ganga frá Hval hf

Hann segir að tómlæti Katrínar sé sterk vísbending um að um hafi verið að ræða skipulagða aðgerð og að hans mati sé Katrín ekkert minna sek í málinu en Svandís Svavarsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Þetta séu einfaldlega samantekin ráð hjá Vinstri grænum að ætla að ganga frá fyrirtæki Kristjáns.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila