Gæði vísindanna minni en áður

Páll Vilhjálmsson kennari, bloggari og blaðamaður

Eftir því sem vísindamönnum hefur fjölgað hafa vísindin þynnst út og gæði vísindana minnkað, þetta birtist meðal annars í umræðunni um loftslagsmál.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar kennara, bloggara og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Páll bendir á að með fjölgun vísindamanna hafi ákveðin gildi og grunnregla vísindanna hafa vikið og nú skiptist vísindamenn í tvo hópa

þá sem trúa á loftslagsbreytingar án þess að setja fyrirvara við það og svo eru það hinir sem fylgja þeirri reglu vísindanna að efast og trúa ekki öllu að óreyndu, hinn hópurinn hefur svo Gretu Thunberg sem getur ekki vitað neitt um loftslagsmál, hún er einfaldlega of ung „,segir Páll.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila