Vlaams Belang: „Hættið samstarfinu með World Economic Forum“

Leiðtogi Vlaams Belang, Sam von Rooy t.h. er ekkert sérstaklega hrifinn af samtökum Klaus Schwab (mynd WEF/CC 2.0).

Flæmski flokkurinn Vlaams Belang krefst þess, að flæmska ríkisstjórnin hætti tafarlaust aðild sinni að valdakerfi World Economic Forum. Meðal annars bendir flokkurinn á, að ríkið greiði hátt í 200.000 evrur í félagsgjöld til alræmdra samtaka glóbalistaforingjans Klaus Schwab árið 2022 auk 27.000 evra til viðbótar til að árlegs fundar í Davos. Þingmaðurinn Sam von Rooy segir:

„Ríkisstjórn Flæmingjalands lögfestir og styrkir alþjóðlega stofnun sem berst opinskátt fyrir vel skilgreindri, hugmyndafræðilegri dagskrá, nefnilega glóbalismanum.“

Vlaams Belang bendir á í fréttatilkynningu, að Alþjóðaefnahagsráðið WEF og stofnandi þess, Klaus Schwab, hafi verið undir auknu eftirliti á undanförnum árum. Jafnvel þótt fullyrt sé að vettvangur WEF sé einungis vegna hugmyndaskipta og tengslamyndunar, þá er auðvelt að fá þá tilfinningu, að margar stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru séu beintengdar hugmyndafræðilegum markmiðum samtakanna – og komi úr samkomulagi sem gerð eru innan WEF.

„Hvað sem öðru líður þá ýta þessi alþjóðlegu þrýstisamtök opinskátt undir glóbalíska stefnuskrá fyrir framtíðina, sem margar ríkisstjórnir eru þátttakendur í.“

Vlaams Belang leggur áherslu á að meðborgarar í lýðræðislegu stjórnlagaríki eigi rétt á gagnsæi í þeirri stefnu sem framfylgt er. Í ljósi þessa spurði þingmaðurinn Sam von Rooy Jan Jambon, forsætisráðherra Flæmingja, um tengsl hans og ríkisstjórnarinnar við World Economic Forum. Jambon heldur því fram, að ríkisstjórn hans hafi engin „skipulögð samskipti“ við samtök Schwab fyrir utan að heimsækja fundi í Davos – en að hún hafi samt „regluleg samskipti“ til að fylgja eftir árlegri starfsemi og verkefnum einnig fyrir utan fundina í Davos.

Fram til ársins 2020 greiddi ríkisstjórn Flæmingjalands 55.000 evrur árlega félagsgjald til World Economic Forum en gerðist nýlega „tengdur samstarfsaðili“ samtakanna og hækkaði félagsgjaldið í rúmar 175.000 evrur. Að sögn Jambon er „kosturinn“ við aukið samstarf sá, að fulltrúar Flæmingjalands geti tekið þátt í fleiri verkefnum tengdum World Economic Forum á árinu. Hann vill einnig efla samstarfið enn frekar við samtök Schwab næstu árum.

Forsætisráðherra Flandern fullyrðir ennfremur að World Economic Forum leitist við að „bæta ástandið í heiminum“ og að ekki sé krafist að flæmsk stjórnvöld vinni að neinni sérstakri dagskrá. Vlaams Belang flokkurinn hefur ekki mikla trú á þeim orðum og skrifar:

„Verkefnið fylgir pólitískum rétttrúnaði og „woke“: World Economic Forum hefur hugmyndafræðilega dagskrá um þátttöku, fjölbreytileika, opin landamæri, loftslag, loftslagsbreytingar og koltvísýringsmóðursýki.“

„Það hlýtur að teljast mjög líklegt, að ríkisstjórn Flæmingjalands fylgi glóblískum markmiðum World Economic Forum eins og hægt er í skiptum fyrir aðgang að neti þeirra sem samanstendur af alþjóða fyrirtækjum, bönkum, blaðamönnum og samtökum.“

Vlaams Belang og van Roy krefjast þess, að flæmsk stjórnvöld segi tafarlaust upp aðild sinni að alþjóðasamtökunum og segja að World Economic Forum geti á engan hátt talist „hlutlaus vettvangur“ til að skiptast á hugmyndum og laða að fjárfesta.


Flæmingjaland

Flanders er flæmskumælandi svæði í norðurhluta Belgíu með um það bil 6,7 milljónir íbúa.

Þótt það sé opinberlega hluti af konungsríkinu Belgíu, hefur Flæmingjaland sitt eigið þing og ríkisstjórn og framkvæmir að einhverju leyti eigin utanríkisstefnu óháð ríkisstjórn Belgíu.

Vlaams Belang

Flæmski flokkurinn Vlaams Belang er arftaki flokksins Vlaams Blok, sem var leystur upp árið 2004 af hæstarétti Belgíu sem dæmdi flokkinn „rasískan.“ Flokkurinn missti þá ríkisstyrki sína og tækifæri til þátttöku. í sjónvarpi og helstu fjölmiðlum.

Flokkurinn vinnur að sjálfstæðu Flæmingjalandi og aðhaldssamari fólksflutningastefnu en gildir í dag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila