Vopnasala Bandaríkjanna blómstrar í Evrópu eftir að Úkraínustríðið hófst

Bandarísk herþota kynnir vopnabúnað (mynd bandaríski flugherinn U.S. Air Force/Master Sgt. Michael Ammons)

Bandaríkin flytja út meira af vopnum en nokkurt annað land í heiminum

Bandaríski hergagnaiðnaðurinn stendur frammi fyrir nýrri gullöld vegna Úkraínustríðsins og Rússahræðslunni í Evrópu, að sögn Yahoo News. Evrópuríkin hervæðast með bandarískum vopnum.

Eftir að Úkraínustríðið hófst hefur vopnasalan í Bandaríkjunum bókstaflega „sprungið út“ í Evrópu. Samkvæmt Yahoo News ætlar ESB að auka vopnabirgðir sínar fyrir 230 milljarða dollara, þar af mun Þýskaland eitt og sér eyða 100 milljörðum dollara í að nútímavæða her sinn. Bandaríkin eru með 39% af árlegri vopnasölu í heiminum upp á 210 milljarða dollara og eru stærsti sigurvegari endurnýjunar vopna í Evrópu, skrifar fréttastöðin.

Vopnaiðnaður Bandaríkjanna er sagður framleiða og flytja út meira af vopnum en nokkurt annað land í heiminum. Í mörgum Evrópulöndum fer yfir helmingur hernaðarútgjalda til bandarískra vopnaframleiðenda. Í Noregi fóru 83% til bandaríska vopnaiðnaðarins á tímabilinu 2017 til 2021. Fyrir Bretland er samsvarandi tala 77%, Ítalía 72% og Holland sem eyddi 95% í vopnakaup frá Bandaríkjunum. Ian Bond, utanríkismálastjóri Umbótamiðstöðvar Evrópu segir:

„Þetta er án efa mesta aukning á varnarútgjöldum í Evrópu frá lokum kalda stríðsins.“

Sænski vopnaiðnaður blómgar einnig

Úkraínustríðið hefur því ekki aðeins leitt til þess, að efnahagslega mjög hagstæð tengsl ESB við Rússland og ódýra orku þaðan voru slitin og að evrópskur iðnaður flytur í síauknum mæli til Bandaríkjanna til að fá ódýrara gas – heldur einnig til blómlegrar vopnasölu Bandaríkjanna eftir að stjórnmálamenn í Evrópu sannfærðust um, að Rússland ógni allri álfunni.

Wallenberg vopnaframleiðsla Svíþjóðar er á fleygiferð. Að sögn sænska ríkisútvarpsins P4 Gautaborg er SAAB á fullu að ráða fólk í ný störf og „heriðnaðurinn er í fullum gangi.“ Markus Borgljung hjá Saab Radar Solutions segir í viðtali við Sveriges Radio SR:

„Við höfum gríðarmikla þörf fyrir að ráða fleiri til vinnu. Við höfum ráðið 250 manns bara í ár og höfum áfram þörf fyrir a.m.k. 150 manns til viðbótar.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila