WHO: „Fyllið lyfjabirgðirnar fyrir kjarnorkustríð – tíminn er naumur!“

Hlutirnir gerast hratt: Komi til stríðs í Norður-Evrópu er búist við, að Svíþjóð verði skotmark fyrir taktísk kjarnorkuvopn. Eftir afhendingu þýskra skriðdreka óttast margir Þjóðverjar að land þeirra verði einnig skotmark fyrir kjarnorkuvopn. Núna varar WHO við því, að yfirvöld heims hafi ófullnægjandi viðbúnað varðandi geislaskaða almennings vegna hugsanlegs kjarnorkustríðs. Myndin t.h. sýnir fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Andersson t.v. og Ulf Kristersson t.h. (mynd varnarmálastofnun Svíþjóðar).

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur út nýjar skarpar leiðbeiningar um lyf, sem eiga að vera til í birgðageymslum vegna neyðarástands, sem skapast vegna geislavirkni og kjarnorku. Stofnunin varar við því, að yfirvöld í heiminum séu ekki nægilega vel undirbúin fyrir kjarnorkustríð og leggur áherslu á „að tíminn sé naumur.“

Ríki verða strax að skipuleggja aðgerðir til að mæta þörfunum

Forstjóri WHO, Maria Neira, segir að engan tíma megi missa og yfirvöld landa verði strax að undirbúa aðgerðir til að mæta þörfunum. Á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa ríkisstjórnir hliðhollar Bandaríkjunum verið ótrúlega fljótar og duglegar við að útvega vopn, banna rússnesku og að öðru leyti aukið spennuna á svæðinu á þann hátt, sem gæti leitt beint til kjarnorkustríðs. Nýleg skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýnir að önnur hlið er á stríðsæsingnum.

Að sögn WHO hafa valdhafarnir ekki verið nógu fljótir að auka viðbúnað vegna geislaskaða sem þriðja heimsstyrjöldin myndi valda eða, eins og segir í fréttatilkynningu WHO, af völdum „viljandi notkunar geislavirkra efna með ásetningi.“ Samtökin vara við því að þróunin sé aftur úr í mörgum heimshlutum og gefur út nýjar, hertar leiðbeiningar um birgðir lyfja sem annaðhvort koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum geislavirkni eða til að meðhöndla skaða af völdum geislavirkni.

Geislavirkt neyðarástand

Samkvæmt fyrri reglum átti að geyma slík lyf nálægt kjarnorkuverum. En núna er því orðalagi breytt þannig að neyðarbirgðir verða að vera til á öllum svæðum þar sem „geislavirkt neyðarástand“ gæti skapast. Dr Maria Neira, starfandi aðstoðarforstjóri WHO, segir í fréttatilkynningunni:

„Í neyðartilvikum með geislun getur fólk orðið fyrir geislun í skömmtum sem eru allt frá óverulegum til lífshættulegra. Ríki verða að þróa viðbúnað til að mæta þörfum fólks – fljótt. Mikilvægt er að stjórnvöld séu reiðubúin til að vernda heilsu íbúanna og bregðast strax við slíkri kreppu. Þetta felur í sér að hafa tilbúnar birgðir af lífsnauðsynlegum lyfjum sem draga úr áhættunni og meðhöndla geislavirkan skaða.“

Uppfærður listi yfir lyf og viðbúnað við kjarnorkustríði

Leiðbeiningarnar sýna einnig dæmi um aðgerðir til að opna og stjórna landsbundinni birgðastöð í völdum löndum, þ.e. Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Suður-Kóreu, Rússlandi og Bandaríkjunum. Argentína og Brasilía, sem búa ekki við kjarnorkusprengjuhótanir en nota kjarnorku, eru einnig talin með. Dr. Mike Ryan, framkvæmdastjóri heilbrigðisneyðaráætlunar WHO segir:

„Uppfærður listi yfir mikilvæg lyf verður mikilvægt tæki til viðbúnaðar fyrir samstarfsaðila okkar – til að bera kennsl á, útvega, geyma og afhenda árangursríkar mótvægisaðgerðir tímanlega til þeirra, sem eru í hættu eða verða fyrir áhrifum þessara atburða.“

Auk vísvitandi kjarnorkuskemmda vegna kjarnorkustyrjaldar eða hryðjuverka ná reglurnar einnig til geislavarna og kjarnorkuneyðarástands í kjarnorkuverum, sjúkrastofnunum og rannsóknarstöðvum, svo og slysum við flutning geislavirkra efna.

Venjulega ætti birgðastaða vegna lýðheilsuvandamáls að innihalda almennar vistir og efni sem notuð eru við hvers kyns neyðartilvik, svo sem persónuhlífar (grímur o. s. frv.), sýklalyf og verkjalyf. Hins vegar innihelda þessar leiðbeiningar aðeins sértæk lyf gegn of skaða af völdum geislavirkni. Hér að neðan má lesa leiðbeiningarnar á ensku:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila