WHO varar við hættulegri drápsveiru og nýjum heimsfaraldri – kallar eftir „alheims heilbrigðisskipulagi“

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, lýsti því yfir á mánudag, að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO sæktist eftir hlutverki sem miðstjórn „alheims heilbrigðisskipulags.“ Sagði hann, að næsti heimsfaraldur léti ekki bíða eftir sér: „Við verðum að vera tilbúin.“

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, varaði við því, að heimurinn stæði innan tíðar frammi fyrir nýjum heimsfaraldri. Ný veira gæti komið fram á sjónarsviðið, sem væri enn hættulegri en áður. Þess vegna yrði heimurinn að samþykkja fyrirhugaðan heimsfaraldurssáttmála WHO.

„WHO hefur lagt tillögu að starfsramma fyrir aðildarríkin um sterkari stjórn, meiri fjármögnun, sterkari kerfi og verkfæri sem og sterkari WHO miðsvæðis í hinu alþjóðlega heilbrigðisskipulagi. Í fyrsta lagi hvet ég ykkur til að ganga frá heimsfaraldursamningnum á tilskildum tíma sem kynslóðasamningi. Næsti heimsfaraldur mun ekki bíða eftir okkur. Við verðum að vera tilbúin.“

Heimurinn verður að grípa tækifærið

Framkvæmdastjóri WHO hvatti til, að „WHO yrði miðstjórn alþjóðlegs heilbrigðisskipulags.“ Hann vill að „jafnrétti“ verði „drifkraftur breytinga.“ Yfirmaður WHO vill sjá „djarfar breytingar“ á alþjóðlegu heilbrigðisreglunum til að bæta framkvæmd þeirra. Samkvæmt WHO verður heimurinn að „grípa þetta tækifæri.“

„Í heimi kreppa sem skarast og renna saman þurfum við skilvirkt skipulag fyrir heilsuviðbúnað og björgunarstörf sem taka ekki aðeins á heimsfaraldri í framtíðinni heldur heilsukreppum af öllu tagi. Þegar við náum okkur eftir sameiginlega áverka Covid-19, þá verðum við að vinna saman að því að byggja upp nýja framtíð sem er réttlát, innifelandi og samfelld.“

Hættulegri drápsveira

Tedros varar við enn hættulegri drápsveiru:

„Ógnin um að annað afbrigði komi fram, sem valdi nýjum faraldri og dauða er enn til staðar. Ógnin um að önnur hættulegri drápsveira komi fram er enn til staðar.“

„Ef við gerum ekki þær breytingar sem þarf að gera, hver mun þá gera þær? Ef við gerum þær ekki núna, hvenær gerum við þær? Þegar næsti heimsfaraldur knýr dyra – og það mun verða – verðum við að vera tilbúin til að bregðast við með afgerandi hætti, sameiginlega og á sanngjarnan hátt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila