Willum Þór heilbrigðisráðherra á fundi WHO í Genf

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðerra verður ábyrgur fyrir mjög íþyngjandi aðgerðum gegn Íslendingum ef hann samþykkir breytingar á reglugerð alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sex fulltrúar frá Íslandi sitja ráðstefnu WHO í Genf þar sem til stóð að samþykkja farsóttarsáttmála WHO og breytingar á alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni en ráðstefnan stendur til 1.júní. Þetta var meðal þess sem fram kom í Menntaspjallinu í dag en gestur Valgerðar Snæland Jónsdóttur var Leifur Árnason flugstjóri.

Fram kom í þættinum að þeir sem sóttu fundinn fyrir Íslands hönd séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Einar Gunnarsson fastafulltrúi sendiherra í Genf, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins, Guðlín Steinsdóttir staðgengill skrifstofustjóra heilbrigðisráðuneytisins, Páll Magnússon sendiráðunautur, og J. Halldórsdóttir lögfræðingur.

Ekki hægt að fá upplýsingar hjá heilbrigðisráðuneytinu

Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvaða fulltrúar Íslands myndu sækja fundinn og hefur ítrekuðum fyrirspurnum Útvarps Sögu til heilbrigðisráðuneytisins um það ekki verið svarað. Þá reyndi Valgerður sjálf að fá þær upplýsingar frá ráðuneytinu án árangurs en upplýsingar um það voru hins vegar birtar á vef WHO.

Erfitt að fá upplýsingar hjá stjórnvöldum

Valgerður velti því fyrir sér í þættinum hvers vegna svo erfitt væri að fá þessar upplýsingar hér á landi og sagði Leifur að það væri nú svo að íslensk stjórnvöld hefðu ekki sýnt nein merki þess undanfarin ár að vilja hafa landsmenn með í ráðum í einu né neinu og þetta sé einfaldlega beint framhald af því viljaleysi.

Willum Þór ábyrgur ef hann samþykkir breytingarnar

Leifur bendir á að það verði Willum Þór sem verði ábyrgur fyrir því muni Ísland samþykkja sáttmálann og breytinguna á alþjóðareglugerðinni en samkvæmt breytingum á reglugerðinni er gert ráð fyrir að hún verði ekki lengur leiðbeinandi heldur verði aðildarríkjum gert skylt að fara eftir reglugerðinni í einu og öllu. Fyrirhugaðar breytingar á alþjóðareglugerðinni hafa í för með sér mjög íþyngjandi heimildir heilbrigðisyfirvalda gegn landsmönnum.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila