Xi Jinping „endurkjörinn“ einræðisherra fyrir sögulegt þriðja kjörtímabil

Einræðisherrann eflir alræðistökin á eina leyfða stjórnmálaflokki Kína: kommúnistaflokknum. Hann mun halda aðalræðu sína í dag mánudag (mynd skjáskot Twitter).

Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, jafnframt einræðisherra og formlega forseti Kína, Xi Jinping var einróma „endurkjörinn“ forseti til þriðja kjörtímabils af eins flokks þinginu. Hann var einnig einróma „kjörinn“ í forsæti miðstjórnar Alþýðuhersins með 2 milljónir hermanna. Í október á síðasta ári var hann einnig endurkjörinn til annars kjörtímabils sem aðalritari kínverska kommúnistaflokksins (CCP) – eina stjórnmálaflokksins sem leyfður er í landinu.

Nú þegar líður á hið svokallaða Alþýðuþing í Kína er ljóst, að sitjandi forseti/einræðisherra Xi Jinping verður áfram þriðja kjörtímabilið. Árið 2012 var Jinping skipaður aðalritari Kommúnistaflokks Kína og árið eftir tók hann einnig við embætti forseta. Þegar hann tók við embætti talaði hann um að auka efnahag Kína auk þess sem hann sagðist ætla að vinna gegn vaxandi spillingu í landinu.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti var fljótur að óska ​​Jinping til hamingju. Hann sagði í yfirlýsingu að líta megi á enn eitt kjörtímabil Jinpings sem viðurkenningu fyrir störf við að þróa efnahag Kína auk þess að verja þjóðarhagsmuni Kína á alþjóðlegum vettvangi. Pútín lofaði áframhaldandi góðu samstarfi í bæði staðbundnum málum sem og varðandi sameiginlega alþjóðlega hagsmuni Kína og Rússlands.

Búist er við að Jinping flytji aðalræðu sína í dag mánudag, sem jafnframt er síðasti dagur kínverska þjóðþingsins.

Mótmæli gegn kommúnistum í Kína

Allt er ekki í samræmi við glansmynd kínverskra kommúnista. Hér að neðan eru nokkur tíst frá mótmælum Kínverja gegn alræði kommúnismans m.a. í borgum eins og Shanghai, Peking, Wuhan, Nanjing och Chengdu. Meðal annars var krafa fólksins í mótmælunum sú að Xi Jinping og kommúnistaflokkurinn færu frá völdum. Fólk er ævareitt vegna Covid-lokana yfirvalda fyrr í vetur og sauð upp úr þegar kviknaði í íbúð og enginn komst út og margir dóu. Þetta er sönnun þess að vaxandi ólga er meðal Kínverja sjálfra gegn alræðisstjórninni, því kommúnistar eru vanir að berja alla andstöðu niður og koma í veg fyrir að neitt spyrjist út um andspyrnu gegn flokknum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila