Yfirhershöfðingi Bandaríkjahers: „Ólíklegt að úkraínski herinn sigri“

Yfirhershöfðingi Bandaríkjahers Mark Milley telur ólíklegt að Úkraínuher takist að frelsa öll landsvæði Úkraínu. Hann telur einnig ólíklegt, að Rússlandi takist að leggja alla Úkraínu undir sig. Hann telur samningastöðu Úkraínu sterka í augnablikinu og nefnir möguleika á pólitísku samkomulagi (mynd DoD photo by Chad J. McNeeley).

Erfitt hernaðarverkefni að reka Rússa burt úr Úkraínu

Bandaríski varnarmálastjórinn og hershöfðinginn Mark Milley, sem er æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hefur sett fram hugmynd um pólitíska lausn á Úkraínustríðinu. „Líkurnar á því að úkraínska hernum takist fljótlega að henda Rússum úr öllu landinu eru ekki miklar“ benti hann á á blaðamannafundi á fimmtudag. En það er líka ólíklegt, að Rússum takist að taka alla Úkraínu. Úkraína ætti að nota tækifærið til að semja „í sterkri stöðu“ að sögn Milley.

„Hersveitir Úkraínu hafa staðið sig vel gegn Rússlandi“ segir Mark Milley hershöfðingi en hann sér ekki algjöran sigur á sjóndeildarhringnum. Hann leggur áherslu á Kharkiv og Kherson, þaðan sem Rússar hörfuðu.

„En Kherson og Kharkiv eru tiltölulega lítil landafræðilega miðað við heildina. Svo hernaðarverkefnið, að reka Rússa burt úr Úkraínu, er mjög erfitt verkefni. Og það gerist ekki á næstu vikum nema rússneski herinn hrynji algjörlega, sem er ólíklegt.“

Best að semja í sterkri stöðu

Samkvæmt Milley hafa Rússar tekið um 20% af Úkraínu, sem felur í sér landsvæði sem er um það bil 900 kílómetra langt og 80 kílómetra djúpt. „Þetta er ekkert smá land“ segir hann. Á sama tíma telur hann ekki, að Rússar geti hernumið alla Úkraínu. „Fræðilega er það kannski mögulegt en ólíklegt, að það gerist í reynd.“

„Líkurnar á sigri Úkraínu hersins – skilgreindar sem að reka Rússa út úr allri Úkraínu – líkurnar á því að það gerist í bráð eru ekki miklar, hernaðarlega séð. Pólitískt getur verið lausn, þar sem Rússar draga sig til baka, það er mögulegt.“

„Þú vilt semja úr sterkri stöðu“ bendir bandaríski varnarmálastjórinn á og heldur því fram að „Rússar séu nú á bakinu.“

Tjáir sig varfærnislega en sér möguleika á lausn

Mark Milley virðist vilja sjá samningalausn. En hann tjáir sig afar varfærnislega.

„Rússneski herinn er í sárum. Þú vilt semja á þeim tíma, sem þú ert sterkur og andstæðingurinn er veikur. Það er kannski hugsanlegt að það verði pólitísk lausn. Það eina sem ég er að segja er, að það er tækifæri fyrir það. Það er allt sem ég er að segja.“

Sjá allan blaðamannafundinn á myndbandi neðst á síðunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila