Yfirmaður hermálanefndar Nató, Rob Bauer aðmíráll: Nató er tilbúið í bein átök við Rússland

Rob Bauer aðmíráll er 33. formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, Nató. Í nýlegu viðtali við Deutsche Welle í vikunni (sjá myndband neðar á síðunni) segir Bauer aðmíráll „að NATO sé tilbúið í bein átök við Rússland.“

Joe Biden tilkynnti í fyrri viku, að Bandaríkin myndu senda skriðdreka til Úkraínu til að berjast gegn Rússlandi. Vestrænir leiðtogar virðast stefna beint í þriðju heimsstyrjöldina. Formaður hermálanefndar Nató sagði í viðtalinu samkvæmt The Gateway Pundit:

„Þetta eru mikilvæg skilaboð til Rússlands… að við séum viðbúin, ef þeir ákveða að fara í hart við Nató. Þetta er rauð lína. Ef það er til rauð lína, þá er það ef Rússar fara yfir landamæri okkar.“ sagði formaður hermálanefndar Nató.

Rob Bauer sagði, að Nató-ríki ættu að aðlaga borgaralega iðnaðarframleiðslu að þörfum hersins og lýsti yfir stuðningi sínum við hugmyndina um „stríðshagkerfi á friðartímum.“

Hann bætti við, að hann teldi að stefnumótandi markmið Rússlands nái lengra en til Úkraínu, þar sem Moskvu vilji gera tilkall til yfirráðasvæðis fyrrverandi Sovétríkjanna.

Heyra má kaflann úr viðtalinu á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila