Yfirmenn FBI skipuðu starfsmönnum að rannsaka EKKI fartölvu Hunter Bidens

Nokkrir uppljóstrarar hafa upplýst öldungadeildarþingmann Ron Johnson (R-WI) um að yfirmenn alríkislögreglunnar FBI skipuðu starfsmönnum að rannsaka ekki fartölvu Hunter Biden skömmu fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Óttast var að það myndi skaða möguleika Joe Biden á að verða kjörinn forseti, ef sannleikurinn um innihaldið „á tölvu vítis“ kæmi fram.

Starfsmönnum FBI bannað að rannsaka innihald tölvunnar

Í bréfi frá Johnson til Michael Horowitz, eftirlitsmanns dómsmálaráðuneytisins, þar sem hann biður um rannsókn, segir m.a. samkvæmt Daily Mail sem hefur fengið bréfið:

„Eftir að FBI sótti fartölvu Hunter Bidens frá Wilmington, Del. tölvuversluninni, sögðu uppljóstrararnir að staðbundin forysta FBI hafi fyrirskipað starfsmönnum „þið munuð ekki skoða fartölvu Hunter Bidens“ og að FBI ætli „ekki að breyta niðurstöðu kosninganna aftur.“

Johnson skrifar í bréfinu:

„Þó að ég skilji hik þitt við að rannsaka mál sem gæti tengst yfirstandandi rannsókn, þá er mér ljóst á grundvelli fjölmargra trúverðugra uppljóstrara að ekki er hægt að treysta FBI fyrir meðhöndlun á fartölvu Hunter Biden. Ég vona að þú skiljir, að því lengur sem skrifstofa þín stendur á hliðarlínunni og tefur að rannsaka aðgerðir FBI, því erfiðara verður fyrir þig að afhjúpa sannleikann og draga einstaklinga til ábyrgðar fyrir rangt mál.“

Horowitz hafði áður í febrúar 2021 sagt við Johnson, að hann myndi ekki rannsaka meðhöndlun FBI á fartölvunni til að forðast að trufla rannsókn dómsmálaráðuneytisins á skattamálum Hunters.

Fullyrtu að upplýsingar um innihaldið væru „falsupplýsingar“

Nýju fullyrðingarnar koma eftir uppljóstranir um að FBI merkt fartölvuna sem „falsupplýsingar“ í aðdraganda kosninganna 2020. Einum mánuði fyrir forsetakosningarnar Í október 2020, skipaði Timothy Thibault, yfirmaður FBI skrifstofunnar í Washington Field, að „hætt yrði við mál Hunter Bidens vegna niðrandi fréttaflutnings.“

Þrátt fyrir uppljóstranir um sannleiksgildi í smáatriðum þess efnis sem var á tölvunni, þá hætti Thibault rannsókninni. Öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Grassley skrifar

„Ásakanir sem sendar hafa verið skrifstofu minni virðast benda til þess að tilteknir embættismenn FBI hafi á kerfisbundinn ómerkt niðrandi upplýsingar um Hunter Biden með því að gefa ranglega í skyn að þær færu falsupplýsingar.“

Bréfið kemur í kjölfar vitnisburðar Christopher Wray, forstjóra FBI, fyrr í þessum mánuði, sem sagði ásakanir um að stofnunin hafi farið illa með fartölvuna vera „mikið áhyggjuefni.“ Embættismenn dómsmálaráðuneytisins yfirvega hvort leggja eigi refsigjöld á Hunter vegna skattalagabrota og/eða fylgja alríkislögum um bann við kaup á byssu vegna skjalfestra vandamála hans með fíkniefni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila