Yfirvöld New York skipa öllum lögreglumönnum að vera í einkennisbúningi vegna „hugsanlegrar ólgu“

Lögreglan í New York borg hefur að sögn skipað öllum lögregluþjónum, óháð stöðu þeirra, að klæðast einkennisbúningi sínum og vera í viðbragðsstöðu á morgun, ef „möguleg ólga“ brýst út vegna ákærunnar á hendur Donalds Trump fv. forseta.

Fréttin um allsherjarútkall lögreglunnar kemur þrátt fyrir að New York borg sé afar frjálslynt svæði og engin mótmæli hafi enn verið boðuð af neinum íhaldshópum. Á minnisblaði lögreglunnar sem PIX11 News fékk, kom fram að „lögreglumenn af öllum stigum ættu að gegna skyldum sínum í einkennisbúningi og undirbúa sig fyrir útkall frá og með föstudagsmorgni.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila