Site icon Útvarp Saga

Yrði ekki hissa ef Donald Trump yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna

IMG_0492Jóhannes Björn Lúðvíksson rithöfundur og álitsgjafi segir að það kæmi honum ekki á óvart að auðjöfurinn Donald Trump myndi fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Jóhannes sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgun segir að þó að erfitt sé að spá nokkru fyrir um endanleg úrslit sé ljóst að staða Hillary Clinton sé afar erfið „ Hillary er svo veikur frambjóðandi, fólk bara treystir henni ekki sem er ekkert skrítið, menn verða að athuga að þau hjón Hillary og Bill voru blönk þegar hann hætti sem forseti en þau eru núna upp á 2500 milljarða íslenskra króna, þetta eru peningar sem koma bara beint frá stórfyrirtækjum og bönkum fyrir að halda ræður og þau eru með góðgerðarfélag sem hefur gefið mjög lítið en verið með mikinn kostnað og þessu verður öllu baunað á hana„,segir Jóhannes.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/johannes25716.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla