Atvinnulausir í Svíþjóð aldrei fleiri en nú

Fjöldi langtímaatvinnulausra í Svíþjóð hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sænsku atvinnumálastofnunarinnar. Í skýrslunni segir að yfir 77 þúsund manns hafi verið án atvinnu í meira en tvö ár eða um 22% af heildarfjölda atvinnulausra. Þá kemur fram í skýrslunni að á annað hundrað þúsund manns eða 147 þúsund hafi verið án atvinnu í rúmlega eitt ár. Af tölunum má ráða að fjöldi þeirra sem falla undir þá skilgreiningu að teljast atvinnulausir til langs tíma hafi aldrei í sögu landsins verið fleiri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila