1. Öllum sem vilja tjá sig um sín hugðarefni eða á því sem er til umræðu í samfélaginu er frjálst að senda greinar til birtingar í skoðanadálki á vefsvæðinu utvarpsaga.is með því að senda á netfangið: greinar@utvarpsaga.is . Greinarhöfundur ber sjálfur ábyrgð á því efni sem hann ritar.

  2. Aðsent efni skal vera málefnalegt og á Íslensku eða þýtt á Íslensku í samræmi við almennar reglur á rituðu efni, svo sem stafsetningu, læsileika, stafsetningu og almennt málfar.

  3. Efni greina skal vera innan velsæmismarka og má ekki brjóta gagnvart íslenskum lögum. Aðsendar greinar skulu jafnframt ekki vera hluti af ritdeilu milli manna eða annara persónulegra deilna. Þó má sá einstaklingur svara gagnrýni sem gagnrýni beinist að með aðsendri grein til andsvara við gagnrýninni.

  4. Greinarhöfundur skal koma fram undir fullu nafni ásamt mynd og senda skal myndina með í viðhengi samhliða greininni sem viðkomandi vill fá birta. Myndin skal vera tekin lárétt (e.landscape) og í góðri upplausn.

  5. Útvarp Saga áskilur sér rétt til þess að forgangsraða greinum eftir því sem við á hverju sinni, til dæmis með tilliti til umræðu í samfélaginu á hverjum tíma. Þá er áskilinn réttur til þess að hafna greinum sem standast ekki almennt málfar, stafsetningu eða á annan hátt brjóta gegn reglum þessum.