Auka plastframleiðslu þvert á viðvaranir

Olíufyrirtækin og stærstu plastframleiðendur heims Exxon og Shell hafa á áætlun sinni að auka plastframleiðslu sína um 40% á næstu 10 árum. Þetta gera fyrirtækin þvert á allar viðvaranir um þær afleiðingar sem notkun plasts hefur á náttúruna. Eins og fram hefur komið hefur notkun plasts þegar haft alvarlegar afleiðingar, t,d á sjávarlífverur, en plast sem endar í náttúrunni brotnar afar hægt niður. Ljóst er að verði af framleiðsluaukningunni munu áhrifin á náttúruna aukast mjög innan fárra ára.

Tólf milljarðar tonna af plasti enda í náttúrunni fyrir árið 2050

Frá upphafi plastframleiðslu hafa 8 milljarðar af plasti verið framleidd í heiminum en talið er að 80% þess endi sem drasl úti í náttúrunni. Spár gera ráð fyrir því verði ekkert að gert að plastmagn í náttúrunni árið 2050 verði um og yfir tólf milljarðar tonna. Sé þynd þess plastmagns borin saman við þyngd Empire State byggingarinnar samsvarar þyngd plastsins 35 þúsund slíkum byggingum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila