Bandaríska leyniþjónustan hleraði símtöl starfsmanna Donald Trump

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Bandaríska þingið hefur upplýst að leyniþjónustan hafi tekið upp símtöl og safnað upplýsingum um þá bandaríkjamenn sem störfuðu fyrir Donald Trump forseta Bandaríkjanna áður en hann tók við embætti forseta. Repúblikaninn Devin Nunes hjá fulltrúadeild þingsins segir að það líti sem um löglegar hleranir sé að ræða þar sem meðal annars upplýsingum var safnað um erlenda fulltrúa og um nokkurs konar aukaupplýsingar sé að ræða, en leyniþjónustan hafði útskýrt málið með þeim hætti að ekki hafi verið ætlunin að hlera starfsmenn Trumps sérstaklega. Nöfn starfsmannanna eru hinsvegar sýnileg í skrám sem hafa farið manna á milli innan leyniþjónustunnar. Devin Nunes segir að honum hafi brugðið þegar hann hafi séð hvers kyns var “ mér var mjög brugðið, þegar ég sá þetta„,segir Nunes. Þá segir Nunes að möguleiki sé á að samtölin hafi verið tekin upp sérstaklega án þess að tilgangurinn hafi í raun verið að safna upplýsingum um erlenda fulltrúa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila