Boeing 737 MAX flugvélar bannaðar í breskri lofthelgi og Icelandair tekur þær úr notkun

Boeing 737 MAX í flugtaki.

Bresk yfirvöld hafa bannað umferða Boeing 737 MAX flugvéla. Ákvörðunin var tekin vegna endurtekinna flugslysa þar sem slíkar vélar koma við sögu, en rannsókn stendur yfir á þeim slysum, en síðasta slysið varð um helgina í Eþíópíu þar sem 157 manns fórust. Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á þau flugfélög sem fljúga slíkum vélum til og frá Bretlandi en þó er ljóst að áhrifin verða víðtæk, auk þess sem flugfélög sem hafa flogið yfir breska lofthelgi á slíkum vélum á leið til annara landa þurfa nú að breyta flugáætlunum sínum. Nokkur flugfélög hafa þegar kyrrsett vélar sínar af umræddri tegund og var ákvörðun hjá Icelandair sem á og rekur þrjár slíkar vélar tekin rétt í þessu að taka sínar vélar úr umferð, en félagið haf’i einnig fest kaup á sex slíkum vélum til viðbótar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila