Bretar í fullum rétti til þess að svipta öfgamann ríkisfangi

Mannréttindadómstóll Evrópu staðfestir í nýjum dómi að réttmætt hafi verið að svipta mann bresku ríkisfangi vegna þátttöku mannsins í starfsemi hryðjuverkasamtaka. Maðurinn sem upphaflega kom frá Súdan og kom til Bretlands sem barn gerðist breskur ríkisborgari árið 2000. Síðar fór maðurinn til Sómalíu og gerðist meðlimur í íslömsku hryðjuverkasveitinni Al-Shabaab. Þegar upp komst um manninn sviptu bretar hann ríkisborgararéttindum og kærði maðurinn þá ákvörðun til breskra dómstóla sem staðfestu ákvörðun yfirvalda. Maðurinn leitaði þá með málið til Mannréttindadómstólsins sem nú hefur staðfest að engin réttindi hafi verið brotin á manninum. Samkvæmt niðurstöðu MDE var það því réttmæt ákvörðun að svipta manninn ríkisfangi sínu þar sem markmiðið hafi verið að vernda almenning gagnvart hryðjuverkahættu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila