Byggðu öryggishvelfingu yfir kjarnorkuverið í Tsjernobyl

Eins og sjá má á þessari mynd er hvelfingin engin smá smíði.

Stórri braggalaga hvelfingu hefur verið komið fyrir yfir kjarnorkuverinu í Tsjernobyl en bragginn á að hindra að geislavirk efni berist frá svæðinu þegar vinna hefst við að ná geislavirkum hlutum úr rústum byggingarinnar. Áætlanir gera ráð fyrir að þykk steypuhella sem er ofan á rústunum verði brotin upp og geislavirkum efnum sem undir henni eru verði komið fyrir í annari hvelfingu þar sem efnin verða geymd í að minnsta kosti 25.000 ár eða þar til lítil sem engin hætta stafar af efnunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila