Byggingar rýmdar í Turku eftir hnífaárás

Byggingar í miðbæ Turku í Finnlandi hafa verið rýmdar í kjölfar þess að hnífaárás var gerð á fjölda vegfarenda á svæðinu. Talið er að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og er þriggja manna leitað vegna árásarinnar. Meðal þeirra bygginga sem rýmdar hafa verið er verslunarmiðstöð og bókasafn. Sauni Niinistö forseti Finnlands og Finnska ríkisstjórnin hafa sett sig í samband við borgaryfirvöld í Turku og fengið upplýsingar um stöðu mála og þá hefur innanríkisráðherra landsins boðað komu sína til borgarinnar til þess að vera lögregluyfirvöldum innan handar. Þá hefur verið staðfest að minnsta kosti einn hafi látið lífið í árásinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila