Danskir kennarar telja skóla án aðgreiningar orsakavald aukins hegðunarvanda

Fimmti hver grunnskólakennari í Danmörku segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu nemenda í þeirra umsjá og fjórða hverjum kennara hefur verið hótað af nemanda. Þetta kemur fram í skýrslu dönsku vinnueftirlitsstofnunarinnar. Varaformaður kennarafélags Danmerkur segir vaxandi hegðunarvanda grunnskólabarna hafa aukist eftir að ákveðið var að taka upp skóla án aðgreiningar, en hann kallar eftir því að þeim nemendum sem eiga erfitt uppdráttar verði veittur aukinn stuðningur til þess að ná utan um vandann. Stjórnvöld hafa þegar gripið til ráðstafana með því að setja fram sérstakan vegvísi sem skólayfirvöld geta nýtt til þess að takast á og koma í veg fyrir ofbeldi nemenda gagnvart kennurum en ekki liggur enn fyrir hvort þær aðgerðir hafi borið tilætlaðan árangur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila