Einn látinn og fjórir særðir í skotbardaga í Rungsted fyrir norðan Kaupmannahöfn – 14 handteknir

Uppgjör glæpahópa fór fram laugardagskvöld fyrir norðan Kaupmannahöfn og lýstu vitni mikilli ringulreið á staðnum. Fjöldi lögreglumanna í skotheldum vestum með hríðskotabyssur fóru á staðinn og skökkuðu leikinn. Lau Thygesen hjá dönsku lögreglunni sagði á blaðamannafundi að margir hefðu þegar verið skotnir, þegar lögreglan kom á vettvang. Sá látni er 20 ára maður frá Nivå. Þeir særðu eru á aldrinum 20-27 ára. Lögreglan telur að um uppgjör tveggja glæpahópa á staðnum sé að ræða og að mögulega hafi fórnarlömbin átt fund með þeim sem beittu vopnum áður en til átaka kom.

”Við erum á staðnum svo ekki verði fleiri skotbardagar. Við hreyfum okkur í smáhúsahverfunum og jafnvel inni á lóðum fólks,” segir Lau Thygesen. ”Þessi atburður er óbærilegur. Við skiljum að óhug hafi slegið á íbúa svæðisins en þeir þurfa samt ekki að óttast.”

Lögreglan handtók samanlagt 14 manns á aldrinum 20-32 ára og mun rannsaka hvort þeir séu innblandaðir í uppgjörið. Skotbardaginn var í grennd við Sofienberg höllina við Strandveginn sem er hótel í einkaeigu í dag. Lögreglan lokaði av svæði við höllina og leitaði með hundum í nágrenninu. Hin heimskunna Karen Blixen rithöfundur bjó í Rungsted til æviloka 1962 og er heimili hennar safn í dag við Strandveginn. 

Sjá nánar hér

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila