Ekki útilokað að leiðtogafundur verði haldinn í Reykjavík

TrumpPutinSá möguleiki að leiðtogafundur Vladimir Putin forseta Rússlands og Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna verði haldinn í Reykjavík hefur ekki verið útilokaður. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag, en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Haukur hefur þetta eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands, en Haukur var viðstaddur blaðamannafund sem Lavrov hélt í dag. Fram kom á fundinum að frétt Sunday times þess efnis að ákveðið hefði verið að fundurinn færi fram í Reykavík væri hins vegar úr lausu lofti gripin þar sem staðsetning fundarins hefði ekki verið ákveðin, það eina sem staðfest væri í þessum efnum er að fundurinn færi fram.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila