Facebook opnar miðstöð fyrir ESB-kosningarnar – stöðvar „falskar upplýsingar og hatursáróður“

Facebook hefur opnað miðstöð í líkingu við hermiðstöð með 40 starfsmönnum sem tala öll 24 tungumál í Evrópu. Er stöðin sett upp vegna þingkosninganna til ESB til að loka á „misvísandi upplýsingar og hatursáróður“. Verður umsvifalaust lokað á þá sem Facebook geðjast ekki að. Bandaríska blaðið Politico heimsótti skrifstofu Facebook í Dublin og lýsir henni sem „War room“ eða hermiðstöð. ESB-fáni hékk á vegg skrifstofunnar með textanum „Nýjar aðferðir til að sjá“ (New Ways of Seeing).  Á tölvuskjám hermiðstöðvarinnar voru myndir af fjölda síða m.a. með fréttum og stjórnmálaumræðum. Þegar tilkynnt er um innlegg dæma starfsmennirnir hvort það eigi að falla undir hatursáróður, misvísandi upplýsingar eða óheppileg áhrif á kosningarnar. Annað hvort er innleggið tekið burtu eða niðurfært, þannig að aðrir notendur geti ekki séð það.

„Athuga hvað eru leyfilegar stjórnmálaskoðanir“

Bandaríski stjórnmálaumræðandinn Tucker Carlson telur að Mark Zuckenberg stofnandi Facebook sé ekki einvörðungu að ritskoða stjórnmálaskoðanir heldur stjórni hann því líka hvaða stjórnmálaskoðanir sé leyfilegt að hafa. Sjá myndband hér fyrir neðan:

[youtube]https://www.youtube.com/watch?time_continue=176&v=m9BiTV9vvZ4[/youtube]

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila