Gorbatsjev telur stórveldin vera að undirbúa stríð

Mikhaíl Gorbatsjev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna.

Mikhaíl Gorbatsjev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna telur að stórveldin séu að undirbúa sig undir nýtt stórstríð. Þetta kemur fram í Daily Express, en þar segir Gorbatsjev að vopnakapphlaup sé þegar hafið og verði ekkert að gert geti fólk búist við hverju sem er “ herdeildir eru fluttar til Evrópu með þung vopn, skriðdreka og herbíla, fyrir ekki löngu síðan voru herir NATO og Rússa staðsettir fjarri hvor öðrum, núna eru þeir augliti til auglitis. Maður fær þá tilfinningu að verið sé að undirbúa nýtt stríð„,segir Gorbatsjev. Þá segir hann að ekki sé hægt að ætlast til þess sama af Rússlandi og af öðrum lýðræðisríkjum og vonast til þess að efnahagslegar þvinganir bíti á landið “ Rússland er á leiðinni til lýðræðis en er bara komið hálfa leið , um er að ræða samruna 30 ríkja og við erum bara eitt þeirra, gerið ykkur engar falskar vonir í þessu sambandi, við erum fólk sem er reiðubúið að

færa hverja þá fórn sem nauðsynleg verður„.

Athugasemdir

athugasemdir