Hætta sögð vera á að London verði bækistöð vígamanna

Neil Basu aðstoðarlögreglustjóri Lundúnarborgar varar við því að London geti breyst í víghreiður hryðjuverkamanna verði ekki tekið á öfgamönnum föstum tökum. Í viðtali við Independent bendir Neil á að nú þegar rannsaki lögreglan í Lundúnum 600 mál sem tengist öfgamönnum með einum eða öðrum hætti. Þá segir hann að vegna einangrunar annarar kynslóðar innflytjenda sé hætta á að sú kynslóð nálgist áróður öfgasinna og gangi í framhaldi í lið með þeim, því sé sú kynslóð og internetið hættuleg blanda sem þurfi að horfa til öryggisins vegna. Þá bendir Neil á að 23 þúsund einstaklingar séu á skrá yfir einstaklinga sem hætta sé á að hneigist til öfgastefnu, og að ljóst að fjöldi öfgamanna muni fara vaxandi næstu misserin verði ekkert að gert.

Athugasemdir

athugasemdir