Háttsettir embættismenn í Svíþjóð sagðir hafa vitað af upplýsingaleka

Maria Ågren fyrrverandi forstöðukona Samgönguráðs Svíþjóðar segir hátt setta embættismenn í sænska stjórnkerfinu hafa vitað af upplýsingaleka sem upp komst um á dögunum þar sem þúsundum skjala með leynilegum upplýsingum, þar á meðal hernaðarlegum hafði verið lekið til óviðkomadi aðila, löngu áður en almenningur var upplýstur um málið. Mariu sem var vikið frá störfum vegna lekans er nóg boðið og neitar að fallast á brottvikningu sína og segist hafa upplýst vissa embættismenn um hvers kyns væri í febrúar árið 2016. Að mati Mariu telur hún óréttlátt að hún sé látin taka pokann sinn á forsendum máls sem vinnuveitandinn hafi verið upplýstur um. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim en meðal annars hefur verið stokkað upp í ríkisstjórn Svíþjóðar vegna málsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila