Heimsfréttir: Stórbruni í París – Notre Dame brennur

Gríðarlegt eldhaf stendur nú upp úr Notre Dame kirkjunni í París og vinnur mikill fjöldi slökkviliðsmanna nú að því að reyna að ná tökum á eldinum. Bæði þak og einn turn kirkjunnar eru hruninn en inni í kirkjunni er einnig verðmætt safn listaverka og miðar nú vinna slökkviliðsmanna einnig að því að bjarga listaverkunum. Bruninn er gríðegt áfall fyrir frönsku þjóðina, ekki síst í ljósi þess að páskarnir, stærsta hátíð kristinna manna er framundan en bruninn nú er ekki sá fyrsti sem orðið hefur að undanförnu. því kveikt hefur verið í nokkrum kirkjum í Frakklandi á undanförnum misserum og hefur slegið óhug á kristið fólk í Frakklandi. Sjá má myndbönd af brunanum með því að smella hér. Þá má sjá myndir hér að neðan af þeim kirkjum sem orðið hafa brennuvörgum að bráð að undanförnu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila