Heimsmálin: Joe Biden í klandri vegna kvensemi sinnar

Joe Biden fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem talinn er ætla að gefa kost á sér í forvali demókrata fyrir forsetakosningar á næsta ári á ekki sjö dagana sæla vegna ásakana kvenna á hendur honum um ósæmilega hegðun og áreitni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur segir fjölda myndbanda hafa litið dagsins ljós sem sýnir hegðun Biden í garð kvenna, hegðun sem var er hægt að hafa eftir á prenti, en af þeim sökum vilji demókratar helst vilja losna við Biden úr sínum röðum. Vandræði Biden kunna að verða til þess að sigur Donald Trump sé nánast í höfn “ það væri auðvitað kaldhæðnislegt að MeToo byltingin yrði til þess að tryggja Trump sigurinn„,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila