Heimsmálin: Líkur á að Donald Trump veiti Julian Assange sakaruppgjöf

Það er ekki ólíklegt að Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefi Julian Assange upp sakir ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni á erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur segir Trump ekki hafa neikvæða aðstöðu í garð Assange, heldur megi rekja reiði yfirvalda í Bandaríkjunum gagnvart Assange til fyrri tíðar þegar Wikileaks birtu upplýsingar sem komu þáverandi stjórnvöldum illa, auk þess sem vefurinn gróf upp ýmis upplýsingar sem sýndu fram á vafasama gjörninga Hillary Clinton. Í þættinum fór Guðmundur einnig yfir stöðuna í Brexit málinu fleiri fréttamál utan úr heimi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila