Holland í fyrsta sæti í Eurovision

Duncan Laurence

Holland fór með sigur af hólmi í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld sem haldin var í Tel Aviv í Ísrael. Það var söngvarinn Duncan Laurence sem flutti lagið Arcade sem var framlag Hollands þetta árið en framlag Íslands, lagið Hatrið mun sigra, í flutningi Hatara hafnaði í 10. sæti. Púað var á íslenska hópinn þegar keppendurnir drógu skyndilega upp borða í Palestínsku fánalitunum og beindu að myndavélunum. Fór svo að öryggisverðir gerðu borðana upptæka, en uppátækið er brot á reglum keppninnar. Hlusta og horfa má á framlag Hollands sem eins og fyrr segir fór með sigur af hólmi með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila