Ítalskur þingmaður segir Evrópusambandið flýja sökkvandi skip

Luigi Di Maio þingmaður Fimm stjörnu hreyfingarinnar á Ítalíu gagnrýnir Evrópusambandið harðlega fyrir aðgerðarleysi þess í málum þeirra landa sem komin eru í mikinn vanda vegna flóttamannastefnu sambandsins. Hann segir Evrópusambandið hunsa vanda Ítalíu og skilja þá eina eftir með alla þá flóttamenn sem streyma til landsins í stríðum starumi. Segir hann Ítalíu sitja uppi með stærstu flóttamannakrísu síðan í seinni heimsstyrjöldinni en um 85 þúsund vegabréfalausir flóttamenn hafa komið það sem af er ársins til landsins. Lugi bendir á að Frakkland og Spánn hóti að loka höfnun sínum og Austurríki sé að koma hernum fyrir á landamærunum við Brenner, “ veggir vaxa fram og Evrópusambandið afhjúpar raunverulegt eðli sitt, þegar þörfin er mest þá er hver sjálfum sér næstur, við erum ein á Ítalíu við höfum komist að því að landamæri Evrópu eru norðan megin Alpanna.“ segir Luigi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila