Kínverskir bankar loka á Norður Kóreu

Kínverskir bankar hafa lokað á viðskipti við Norður Kóreu í framhaldi af samþykkt Sameinuðu þjóðanna um aukið viðskiptabann á Norður Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa fagnað ákvörðuninni og segja hana hafa verið tekna af mikilli ábyrgð. Wilbur Ross viðskiptaráðherra Bandaríkjanna sagði að ákvörðunin sýndi að Kínverjar tækju ábyrgð til að koma í veg fyrir að ástandið versnaði enn frekar í Asíu. Reynt er með auknum viðskiptaþvingunum að neyða Kim Jung un að samningaborðinu við önnur ríki. Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa enn sem komið er ekki sýnt nein viðbrögð við útspili kínverja.

Athugasemdir

athugasemdir