Margir sænskir stjórnmálamenn vilja leyna upplýsingum um no go svæði – lögreglan neitar

Eftir að lögreglan uppfærði listann yfir svo kölluð útsett svæði en 61 slík eru í Svíþjóð vilja margir stjórnmálamenn og sveitarfélög banna lögreglunni að opinbera listann. Af 61 svæði eru 23 sérstaklega illa úti. Erik Peller sósíaldemókratískur borgarstjórnarmaður í Uppsala vill láta taka burtu Gottsunda hverfið af listanum: ”Það var skelfilegt fyrir okkur að lenda á listanun. Þegar við þurftum að fá fjárfesta hingað og gerðum áætlun um byggingu nýrra íbúða fékk Gottsunda í staðinn afar neikvæðan stimpil.” Borgarstjóri Linköping Niklas Borg moderat segir um að hverfið Skäggetorp er með á listanum: ”Listinn vofuvæðir íbúðahverfið og leiðir sjálfur til óöryggis. Það fjallar ekki um að sópa samfélagsvandanum undir teppið – við vitum nákvæmlega hvaða áskoranir finnast. Gerir maður það starf sem þarf, þá er óþarfi að benda á hverfið á þjóðlegum lista.”

6 af 23 sérstaklega útsettum hverfum eru í Stokkhólmi og formaður bæjarráðs í Botkyrka Ebba Östlund sósíaldemókrati spyr ”Hver vill eiga heima á útsettu svæði?” Stokkhólmsborg hefur markimiðið að engin útsett svæði verði til eftir 2025.

Lögreglan vísar óskum stjórnmálamannanna á bug og neitar að leyna listanum fyrir almenningi. Mats Löfving yfirmaður þjóððlegu lögreglunnar segir að ”það boðar sjaldan gott að loka augunum fyrir staðreyndum. Við reynum heldur að vera meira opinskáir en leynilegir. Við gerum okkur myndir af ástandinu og byggjum okkur störf samkvæmt þeim. Þau svæði sem nefnd eru sérstaklega útsett fá einnig mestu kraftana frá okkur.”

Sjá hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila