Mikil reiði vegna hópnauðgunarmáls á Indlandi

Skelfilegt hópnauðgunarmál hefur vakið upp mikla reiði á Indlandi og hefur vakið upp mikla öldu mótmæla vegna sinnuleysis yfirvalda í garð fórnarlamba kynferðisglæpa. Hópnauðgunin átti sér stað í síðustu viku en í kjölfar nauðgunarinnar var konan sem var 23 ára pyntuð og myrt. Lík konunnar fannst illa leikið á lóð í útjaðri Rohtak. Við krufningu kom í ljós meðal annars höfuðkúpubrot sem talið er vera til komið eftir að ekið hafði verið yfir höfuð konunnar. Þá hafði konunni verið veittir áverkar á móðurlífi með beittum hlut. Reiði almennings beinist að yfirvöldum ekki síst vegna þess að þrátt fyrir að konan hafði tilkynnt áreitni gegn sér nokkru áður en hún var myrt en ekki var aðhafst gagnvart gerendunum, en í því máli var konan meðal annars numin á brott frá heimili sínu af óþekktum mönnum en komst undan. Ofbeldi af ýmsu tagi gagnvart konum hefur lengi verið landlægt vandamál á Indlandi en ný lög voru árið 2013 sett í landinu og kveða meðal annars á um að heimilt sé að dæma þá nauðgara til dauða sem myrða fórnarlömb sín.

Athugasemdir

athugasemdir