Mikill samhugur meðal íbúa Christchurch

Frá miðborg Christchurch.

Byssulöggjöf á Nýja Sjálandi verður hert í kjölfar skotárásarinnar í Christchurch en að sögn Hugó Kristinssonar sem þar býr er löggjöfin í dag mjög frjálsleg. Húgó sagði í samtali við fréttavef Útvarps Sögu að íbúar séu afar slegnir vegna atburðanna, en Húgó býr skammt frá þar sem atburðurinn átti sér stað „ það eru auðvitað allir í sjokki því að hér á Nýja Sjálandi býr fólk af um 160 þjóðernum og öfgar hafa ekki þekkst hér í samfélaginu, það eru allir hér mjög sárir yfir þessu og þetta er fólki afar þungbært„,segir Húgó. Hann segir að þegar hafi verið gefið út að krafist verði þyngstu refsingar yfir þeim sem ábyrgð beri á árásinni og að byssulöggjöfinni verði breytt og hún hert til muna. Hann segir mikinn samhug vera meðal almennings í kjölfar atburðarins “ það er mikill samhugur og samstaða, það hafa verið settar af stað safnanir og það reyna allir sem einn að gera sitt besta til þess að vinna úr áfallinu, við verðum að standa sterk gegn þessu„,segir Húgó.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila