Minna öryggi í Svíþjóð en í stríðshrjáðri Úkraínu – flestir glæpir í Svíþjóð

Samkvæmt nýjustu tölum um glæpi og öryggi í Evrópu kemst Svíþjóð í þá sérstöðu að vera landið þar sem glæpir blómgast einna mest og um leið það land sem tryggir minnsta öryggi fyrir íbúana.
Á vefmiðlinum numbeo.com má finna tölfræði yfir ýmsa þætti samfélagsins, t.d. er hægt að bera saman verð á vörum og þjónustu á milli landa. Nýverið birti numbeo glæpastuðul landa í Evrópu 2019 og nýtur Svíþjóð þess vafasama heiðurs að vera efst á listanum yfir framin afbrot og glæpi. Af öllum löndum Evrópu er hvergi eins lítið öryggi fyrir íbúa eins lands en í Svíþjóð og er öryggisleysið til og með meira en í Úkraínu, þar sem stríðsástand ríkir.

Þvert ofan í allar fullyrðingar stjórnmálamanna aðallega sósíaldemókrata um öryggi íbúanna, þá er myndin af Svíþjóð sem „tryggu landi“ gjörsamlega horfin. Stjórnmálamenn hafa afneitað vandamálunum og reynt að breiða yfir þau m.a. með því að bera saman ólíka hluti með mismunandi tölum til að rugla umræðuna. Svíþjóð getur ekki lengur dulið þau hrikalegu vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir og stækka með degi hverjum. Í nýjum skýrslum kemur fram að nær allar tegundir glæpa aukast í Svíþjóð, mest kynferðisafbrot gegn börnum og konum. Svíar eru farnir að átta sig á þessu eins og kemur fram í skoðanakönnunum, þar sem fylgið minnkar hjá sósíaldemókrötum en hefur snaraukist hjá Kristdemókrötum að undanförnu. Á landsfundi Móderata um helgina var lögð aðaláhersla á breytingu í stefnu í málefnum inflytjenda. Sagði Ulf Kristersson flokksformaður Móderata að „mistekst okkur með aðlögun innflytjenda, þá eru bílaíkveikjur aðeins byrjunin.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila