Myndir af börnum í búrum sagðar vera frá tíð Obama

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og hótelstjóri.

Myndir sem birst hafa að undanförnu í fjölmiðlum af börnum í búrum og sagðar vera nýjar af börnum flóttamanna sem tekin hafa verið af foreldrum sínum við komu sína til Bandaríkjanna eru í raun gamlar myndir frá tíð Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.
Guðmundur bendir á að fram hafi komið upplýsingar um að myndirnar sem sýni börn í búrum séu í raun frá árinu 2014 þegar obama var að fangelsa flóttabörn á við komuna til Bandaríkjanna, en í tíð hans voru 125 þúsund flóttabörn fangelsuð frá árinu 2011. Guðmundur segir að aðskilnaður barna frá foreldrum sínum eigi sér eðlilegar skýringar „það er vitað að glæpamenn nýta sér neyð barna og í raun veit enginn hvort það fólk sem börnin komi með séu í rauninni raunverulegir foreldrar þeirra“, segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila