Nigel Farage lofar harðri baráttu gegn stjórnmálaelítunni

Nýji Brexit-flokkur Nigel Farage hefur meðbyr. Um 1.000 manns hafa boðið sig fram á lista flokksins til ESB-þingkosninganna í lok maí. Á 10 dögum bárust ein milljón punda fjárframlög úr öllum áttum. Farage hefur lofað að fara í harða baráttu fyrir fólkið gegn stjórnmálaelítunni sem hefur svikið traust þjóðarinnar. Segir hann ráðandi elítu stjórna Bretlandi og að Brexit snúist núna um baráttu milli fólks og stjórnmálamanna: ”Við erum mikil þjóð og gott fólk. En veikir leiðtogar halda okkur í skefjum. Tími kominn til að breyta því núna. Á næstu vikum munum við sjá upphafið á baráttunni gegn elítunni sem meðvitað sveik traust okkar. Orðið Brexit fjallar svo sannarlega ekki lengur aðeins um Evrópusambandið. Það táknar breiðari baráttu fólksins við stjórnmálamennina”. 

Margir íhaldsmenn óttast útkomuna í ESB-þingkosningunum. Í einni af verstu skoðanakönnunum fyrir Íhaldsflokkinn fer flokkurinn niður í 23% á meðan Verkamannaflokkurinn rýkur upp í tæp 38%. Í öðrum skoðanakönnunum er mun jafnara milli flokkanna en Íhaldsflokkurinn tapar og Verkamannaflokkurinn vinnur á. Sjálfstæðisflokkur Farage UKIP varð stærsti flokkurinn í ESB-þingkosningunum 2014 og búast Brexit-menn við góðum árangri einnig í komandi þingkosningum til ESB. 

Hrekkjavakan byrjar óvenjulega snemma í Bretlandi í ár – margir þingmenn Íhaldsflokksins neita að verða við kalli Theresu May um ”þjóðlega skyldu sína” að styðja samningabrölt hennar og ESB. Bíða þingmenn færis þar til eftir ESB-þingkosningarnar til að reka May úr formannsstólnum og velja nýjan leiðtoga í staðinn.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila