Norðurpóllinn gæti orðið íslaus að sumarlagi eftir 20 ár

Vísindamenn hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að líkur séu vaxandi á að hitastig á Norðurpólnum gæti hækkað um 6-12 stig á þessari öld. Það gæti þýtt að íshellan á Norðurpólnum hyrfi með öllu að sumarlagi eftir um 20 ár. Á árunum 1975 til 2012 rýrnaði sumarísinn um 65% en þau varnaðarorð sem hafa verið sett fram  af 90 vísindamönnum eru mun sterkari en þau sem fram koma í nýlegri skýrslu SÞ, en í niðurstöðu vísindamannanna kemur fram að hækkun sjávar sé um 25 sentimetrum hærri en fram kemur í skýrslu SÞ.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila