Ný frétt: Borgarstjóri og fylkisstjóri banna mótmælagöngur í Brussel

Borgarstjóri og Fylkisstjóri Brussel hafa bannað allar mótmælagöngur á Brusselsvæðinu núna á sunnudaginn. Í gær höfðu um 50 þúsund manns skráð sig á facebook til að mótmæla umdeildu samkomulagi SÞ sem ríkisstjórnir fleiri ríkja hafa samþykkt án þess að nokkur umræða hafi farið fram fyrir opnum tjöldum.
Mótmælendur í Brussel voru frá fleiri samtökum, meðal annars íhaldssamtökum stúdenta KVHV, belgísk-flamlenska þjóðarflokknum Vlaams Belang. Mótmælin áttu að vera gegn fjöldainnflutningi og gegn stjórnmálamönnum sem hlusta ekki á skoðanir fólks. Philippe Close sósíalískur borgarstjóri Brussel ásamt fylkisstjóranum Rudi Vervvort hafa bannað mómælin á þeirri forsendu „að ekki sé hægt að leyfa brúna göngu í Brussel“.
Mótmælendur hafa lýst yfir furðu sinni yfir ákvörðuninni, héldu fyrst að hún hefði verið tekin vegna hryðjuverksins á jólamarkaðinum í Strassburg. Mótmælendur ætla að hafa bann yfirvalda að engu og mótmæla engu að síður. en Borgarstjórinn og fylkisstjórinn hafa bannað allar mótmælagöngur á stór Brusselsvæðinu á sunnudag.
Samkvæmt því sem fram kemur í belgískum fjölmiðlum óttast yfirvöld að ef af mómælum verði muni þau dreifast til annarra staða í Belgíu.
Talsmenn mótmælenda segja það vera rétt sinn að mótmæla og þeir sækist ekki eftir slagsmálum heldur aðeins að tjá skoðanir sínar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila