Róstursamt í París – Gulvestungar setja úrslitakröfur til stjórnvalda – eldar loga á Champs-Élysées

Átjándu vikuna í röð streymdu Gulvestungar út á götur í Frakklandi til að mótmæla bágbornum efnahagskjörum. Talsmenn Gulvestunga segja að hreyfingin geri nú úrslitakröfu til frönsku ríkisstjórnarinnar en s.k. ”þjóðarviðræðum“ Macron lýkur á morgun: ”Við tökum ekki mark á þjóðarumræðu Macron – hún breytir engu.” Brennandi bílar, brotnar rúður, steinkast, slagsmál, táragas og vatnsbyssur lögreglunnar einkenndu þennan laugardag. Líktist aðalverzlunargata Parísar vígvelli og dökkur reykur elda blandaðist hvítum táragasreyk lögreglunnar. Margir mótmælenda voru grímuklæddir og veifuðu franska fánanum. Yfir 5 þúsund lögreglumenn voru staðsettir við Champs-Élysées. Skv. fréttastofu TT minna mótmæli dagsins á ”lætin, þegar mótmælin byrjuðu fyrir 18 vikum síðan”. Tugir manns hafa verið handteknir og stjórnvöld sögðu í yfirlýsingu, að á annað þúsund skemmdarverkamanna hefðu blandað sér í mótmæli Gulvestunganna til að vinna spjöll.

Að sögn eins mótmælanda í viðtali við sænska sjónvarpið mætti hann til að mótmæla fyrir foreldra sína sem væru ellilífeyrisþegar með minna en 1.000 evrur í lífeyri á mánuði, þrátt fyrir að bæði hefðu unnið hörðum höndum alla ævi. Forskólakennarinn Virgine er reið yfir því að laun hennar og makans duga ekki fyrir framfærslu: ”Ég er reiður forskólakennari og Gulvestungur. Ég er reið vegna þess að við getum ekki lifað af laununum. Við eigum sjálf börn, þannig að við erum að berjast bæði fyrir okkur og börnin okkar.“ Ætla má að mótmæli helgarinnar séu nokkurs konar kaflaskipti, þar sem Gulvestungar lýsa ”viðræðum Macron Frakklandsforseta sem dauðum”. Macron boðaði til ”þjóðarsamtals“ til að leysa málin á friðsamlegan hátt með Gulvestungum. Sjá nánar hér og hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila