Rússneskur kjarnorkukafbátur tekur þátt í heræfingu í Eystrasalti

Kafbáturinn Dmitrij Donskoj.

Mikil heræfing Rússa og Kínverja fer fram þessa dagana í Eystrasalti og stendur yfir út vikuna. Einn af stærstu kjarnorkukafbátum í heimi, Dmitrij Donskoj, sem getur skotið 20 eldflaugum með kjarnorkusprengjum sást fyrir helgi sigla um Eyrarsundið inn á Eystrarsaltshaf til að taka þátt í heræfingunni. Rússneski kafbáturinn TK-208 er 172 m á lengd og var sjósettur 1981. Þetta er í fyrsta sinn sem kjarnorkukafbátur af þessarri stærð fer inn á Eystrarsalt. Sænski öryggissérfræðingurinn Fredrik Westerlund telur ekki líklegt að kafbáturinn sé vopnaður kjarnorkusprengjum, þar sem báturinn sinnir ekki lengur í virkri herþjónustu sökum þess að hann er kominn töluvert til ára sinna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila