Sænskar konur óttast að vera einar á ferð að kvöldlagi

stokkholmurnottÞriðjungur sænskra kvenna eru hræddar við að fara út á kvöldin og halda 10% þeirra sér innan dyra á kvöldin af því að þær þora ekki að fara út eftir að skyggja tekur. Samkvæmt árlegri könnun stofnunar sem vinnur að forvörnum gegn glæpum í Svíþjóð BRÅ (Brottförebyggande Rådet) hefur hræðsla og öryggisleysi kvenna aukist til muna undanfarið ár og þá aðallega meðal kvenna á aldrinum 16-34 ára. 31% þeirra sem tóku þátt í könnun stofnunarinnar hræðast að fara út á kvöldin af ótta við árásir og ofbeldi á meðan um 9% karla hræðast slíkt hið sama. Emelie Hambrook starfsmaður hjá BRÅ sagði í sjónvarpsviðtali að mjög mikil aukning væri samkvæmt nýrri mælingu samaborið við árið í fyrra. Hún sagðist ekki geta fullyrt um hvort um varanlega aukningu öryggisleysis svía væri að ræða en um væri að ræða óvenjumikið frávik.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila