Sænskir fjölmiðlamenn ákærðir fyrir að smygla 15 ára sýrlendingi til Svíþjóðar

Fredrik Önnevall smyglaði 15 ára sýrlendingi til Svíþjóðar ásamt samstarfsmönnum.

Fredrik Önnevall smyglaði 15 ára sýrlendingi til Svíþjóðar ásamt samstarfsmönnum.

Fréttaritari og tveir aðrir starfsmenn sænska sjónvarpsins eiga yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa smyglað með sér 15 ára sýrlenskum dreng frá Grikklandi til Svíþjóðar. Fréttaritarinn, Fredrik Önnevall hafði ásamt hinum mönnunum tveimur verið í Grikklandi við gerð fréttaþáttar um flóttamenn í Grikklandi þegar þeir komust í kynni við drenginn. Drengurinn, Abed sem tekist hafði að flýja frá Sýrlandi til Grikklands bað mennina um að taka hann með sér til Svíþjóðar sem þeir ákváðu að gera. Síðar komst upp um málið og var málið rannsakað af lögreglu og í kjölfarið var ákveðið að ákæra mennina fyrir að hafa smyglað drengnum með sér. Abed sem á ættingja í Svíþjóð var komið í umsjá þeirra þegar upp komst um málið og býr hann nú hjá þeim.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila