Sænskt bókasafn ritskoðar Línu Langsokk

Bókasafnið í Brännkyrka í suður Stokkhólmi er þessa dagana í óða önn að eyða eldri útgáfunum af  bókum Astrid Lindgren um Línu langskokk, þar sem þær eru sagðar innihalda gamaldags orð sem hægt væri  að túlka sem rasisma. Í staðinn er nýrri útgáfa lánuð út hjá bókasafninu þar sem búið er að taka orðið negrakóngur út og setja orðið suðurhafskóngur í staðinn. Blaðamaðurinn Janne Josefsson gerði athugasemdir við þetta og bendir á að í lagi væri að bókasafnið hefði eldri útgáfuna með a.m.k. sem heimild um hvernig skrifað var á þeim tíma. Bókasafnið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að safnið stundi engar bókabrennur en athygli vekur að eldri bókum er eytt samkvæmt reglugerð sem gerir ráð þær séu einmitt brenndar. Ber Josefsson framgöngu bókasafnsins við nazista sem brenndu bækur með boðskap andstæðinga sinna á báli. Sama sveitarfélag sem fyrirskipaði endurskoðun bókanna hefur áður fengið ofanígjöf fyrir ritskoða innihald bóka með vísan í að verið sé að framfylgja fjölmenningarstefnuskrá. Sem dæmi er ekki hægt að fá lánaðar bækurnar „Innflutningur og þöggun“ eða „Stúlkur Múhammeds: ofbeldi, morð og nauðganir í húsi íslams.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila