Sænsku heilbrigðisstarfsfólki ógnað við störf sín

Hótunum gagnvart heilbrigðisstarfsfólki í Svíþjóð fer fjölgandi með hverjum deginum með tilheyrandi ótta af hálfu starfsfólksins. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var af hálfu sænska sjónvarpsins sem spurði yfirstjórnir 15 stærstu sjúkrahúsa landsins út í hvort slíkar hótanir ættu sér stað á sjúkrahúsunum. Að mati forsvarsmanna sjúkrahúsanna fer slíkum hótunum fjölgandi, ekki síst þegar um er að ræða tilvik þar sem skotárásir hafa átt sér stað og verið er að hjúkra særðum. Oftar en ekki ráðist hópar fólks inn á sjúkrahúsin sem telja sig eiga einhver óuppgerð mál við ótilgreinda aðila og hóti starfsmönnum. Tomas Samuelsson öryggisfulltrúi sjúkrahúsanna segir að vegna slíkra mála krefjist starfsfólk stóraukinna öryggisráðstafana svo það geti unnið störf sín í friði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila