Samfélagsmiðlar höfðu áhrif á valdaránstilraunina í Tyrklandi

haukur16Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu segir Facebook og aðra samfélagsmiðla hafa átt sinn þátt í því að valdaránstilraunin í Tyrlandi hafi mistekist. Haukur sem var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær segir þá staðreynd að valdaránstilrauninni hafi verið streymt beint á netið um leið og hún átti sér stað verði valdaránsmönnum höfuðverkur í framtíðinni „ Erdogan getur örugglega þakkað fyrir að þetta fór fram í beinni í símum landsmanna, menn hlupu þarna um með farsímana og sendu út í beinni þar sem herinn og skriðdrekar voru á brúm, átök mannfall og fleira, þetta er það sem valdaránsmenn framtíðarinnar þurfa að átta sig á að er mjög erfitt, þegar hver einasti maður er orðinn blaðamaður og getur sent út frá punktinum yfir alla heimsbyggðina, þannig að tæknin hjálpaði Erdogan í þessu tilfelli„,segir Haukur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila